• fös. 16. okt. 2020
  • Landslið
  • A karla

Freyr til Al Arabi

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari A landsliðs karla, mun síðar á árinu ganga til liðs við þjálfarateymi katarska félagsliðsins Al Arabi, sem er undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Freyr mun áfram gegna starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara og starfa með Erik Hamrén og þjálfarateymi hans við leikina mikilvægu í nóvember. Um er að ræða úrslitaleik umspils um sæti á EM gegn Ungverjalandi í Búdapest, og síðan tvo síðustu leikina í Þjóðadeildinni, útileiki gegn Danmörku og Englandi.

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net