Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeild UEFA
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir í dag, sunnudag, Danmörku í Þjóðadeild UEFA.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:45. Sýnt verður beint, og í opinni dagskrá, frá honum á Stöð 2 Sport.
Danmörk er í þriðja sæti riðilsins með 1 stig á meðan Ísland er í því fjórða án stiga. Bæði lið hafa leikið tvo leiki. Liðin hafa mæst 23 sinnum. Danmörk hafa unnið 19 leiki og fjórir hafa endað með jafntefli.
Dómarar leiksins koma frá Svíþjóð. Bojan Pandzic er aðaldómari leiksins. Honum til aðstoðar verða þeir Daniel Gustavsson og Peter Magnusson. Fjórði dómari er Adam Ladebäck.
Hægt er að lesa frekar um leikinn á vef UEFA.