• þri. 11. ágú. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Stefnt að því að hefja keppni aftur 14. ágúst

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KSÍ fundaði á mánudag varðandi þann möguleika að leyfi fáist til að hefja keppni í mótum sumarsins aftur föstudaginn 14. ágúst.

Nefndin ákvað, ef leyfi fæst, að hefja keppni aftur samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá föstudaginn 14. ágúst í meistaraflokki, 2. flokki og 3.flokki.

Leikjum sem þegar hefur verið frestað verður fundinn nýr leiktími og tilkynnt sérstaklega.

Ekki er hægt að útiloka að öðrum leikjum í hlutaðeigandi mótum verði breytt ef þess gerist þörf til að koma fyrir frestuðum leikjum.