Fjöldatakmörk á samkomum 500 manns til 4. ágúst
(Uppfærð grein)
Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem greint er frá hér að neðan og taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi hefur verið frestað.
Fram kemur á vef stjórnarráðs að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis og verður framlenging á núverandi auglýsing birt á næstu dögum í Stjórnartíðindum auk nýrrar auglýsingar með breyttum reglum sem taka munu gildi frá og með 4. ágúst næstkomandi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram tillaga um að þann 4. ágúst taki gildi 1.000 manna fjöldatakmarkanir.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net