Vegna æfinga mfl. og 2. flokks frá og með 4. maí
KSÍ hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir um fyrirkomulag æfinga frá og með 4. maí 2020. KSÍ býr ekki yfir sérfræðiþekkingu að málum sem snúa að Covid-19 veirunni og hvetur aðildarfélög til að skoða vel upplýsingar á Covid.is vefnum.
Að því sögðu þá hefur KSÍ nú fengið það staðfest að í meistaraflokki og 2. flokki verður leyfilegt að skipta knattspyrnuvelli í fullri stærð í fjórar einingar þar sem 7 leikmenn geta æft í hverri einingu (auk eins þjálfara). Þetta á bæði við í knatthöllum sem og utandyra (völlur í fullri stærð).
- Mikilvægt er að hver eining hafi sinn eigin inn- og útgang.
- Mikilvægt er að afmarka hverja einingu vel, t.d. með keilum eða borða
- Til þess að forðast smit milli hópa þá er mikilvægt að sömu 7 einstaklingarnir séu alltaf saman í hóp - ekki blanda hópum á æfingum eða milli æfinga.
- Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi.
Engar takmarkanir verða í 3. flokki og yngri og geta þær æfingar farið fram með hefðbundnu sniði frá og með 4. maí. Athugið ekki er ætlast til að foreldrar séu viðstaddir æfingar og leiki hjá þessum aldurshópum.