• mán. 23. mar. 2020
  • Fræðsla

Umsóknarfrestur í styrktarsjóð UEFA til 31. mars

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Umsóknarfrestur í Rannsóknarsjóð UEFA rennur út þriðjudaginn 31. mars næstkomandi.

Rannsóknarsjóður UEFA er hannaður fyrir fræðimenn sem eru í samstarfi við knattspyrnusambönd um rannsóknir sem bæta skipulagningu og umgjörð ýmissa verkefna í evrópskri knattspyrnu.

Einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði geta sótt um styrki í sjóðinn, en til þess þurfa rannsakendur t.a.m. að vera í stöðu hjá háskóla eða sambærilegri stofnun (Researchers holding a research position at a university or equivalent institution), og vinna verkefnið í samstarfi við evrópskt knattspyrnusamband.

Frekari upplýsingar um málið má sjá hér að neðan:

Upplýsingar