• mið. 13. nóv. 2019
  • Landslið
  • A karla

Æft á keppnisvellinum í Istanbul

A landslið karla er komið til Istanbul þar sem liðið mætir Tyrkjum í undankeppni EM 2020 á fimmtudag. Venju samkvæmt var æft á keppnisvellinum daginn fyrir leik.  Leikmenn tóku vel á því á æfingunni og skemmtu sér vel, enda hlakka allir til að mæta sterku liði Tyrkja á leikvangi sem er þekktur fyrir gríðarlegan hávaða og rafmagnað andrúmsloft.

Viðar Kjartansson er veikur og tekur ekki þátt í leiknum, en allir aðrir leikmenn í hópnum hafa æft af fullum krafti og eru klárir í slaginn.  Sem kunnugt er þarf Ísland að vinna sigur í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlinum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að komast beint í lokakeppni EM.  Að öðrum kosti er möguleiki á EM-sæti í gegnum umspil, en það ræðst ekki fyrr en að loknum síðustu tveimur umferðunum.

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net