Leikir við Tyrkland og Moldóvu framundan
A landslið karla undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2020 - gegn Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudag og gegn Moldóvu í Chisinau á sunnudag. Liðið hefur æft síðustu daga við góðar aðstæður í Antalya í Tyrklandi og heldur til Istanbúl á miðvikudag.
Staðan í riðlinum er þannig að Ísland þarf að vinna báða leikina sem eru framundan og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins - sem gefa sæti í úrslitakeppninni næsta sumar. Takist það ekki á íslenska liðið enn möguleika á sæti í lokakeppninni í gegnum umspilsleiki í mars, en það skýrist þó ekki fyrr en að lokinni undankeppninni hvaða lið komast í umspil.
Íslenska liðið hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í gegnum tíðina og oft náð góðum úrslitum, en Ísland og Moldóva hafa aldrei áður mæst í A landsliðum karla.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net