Ísland - Andorra á mánudag
Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli á mánudag. Um er að ræða seinni leikinn í leikvikunni sem nú stendur yfir, en íslenska liðið tapaði með eins marks mun gegn heimsmeisturum Frakka í Laugardalnum á föstudag, eins og kunnugt er. Staðan í riðlinum er þannig að Tyrkir og Frakkar eru með 18 stig, en Ísland með 12 stig. Ísland á enn möguleika á því að komast EM með því að hafna í einu af tveimur efstu sætum riðilsins. Takist Frökkum að vinna sigur á Tyrkjum á mánudag og Íslandi að vinna sigur á Andorra þá er allt opið fyrir seinustu leikvikuna, sem fram fer í nóvember, þegar Ísland mætir Tyrkjum og Moldóvum ytra.
Leikur Íslands og Andorra hefst kl. 18:45 á mánudag og enn eru til miðar á leikinn á Tix.is. Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að tryggja sér miða og styðja strákana okkar til sigurs í þessum mikilvæga leik.
Skoða stöðuna í riðlinum og leikina sem eru eftir
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net