Frakkland og Andorra framundan
Framundan eru tveir leikir A landsliðs karla í undankeppni EM 2020. Eins og kunnugt er koma heimsmeistarar Frakklands í heimsókn á Laugardalsvöllinn á föstudaginn kemur og etja þar kappi við íslenska liðið. Leikurinn hefst kl. 18:45 og er uppselt, en viðureignin er jafnframt í beinni útsendingu á RÚV. Á mánudag er svo aftur heimaleikur þegar Ísland tekur á móti Andorra. Sá leikur hefst einnig kl. 18:45 og er í beinni útsendingu á RÚV, en ólíkt leiknum vð Frakka þá er enn til talsvert af miðum á leikinn við Andorra og er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst á Tix.is.
Frakkland er sem stendur með 15 stig eftir sex leiki í riðlinum, eins og Tyrkir, en Ísland fylgir fast á eftir með 12 stig. Andorra er hins vegar án stiga og hefur ekki skorað mark.
Staðan í riðlinum og leikirnir
Þessir tveir leikir eru auðvitað um margt ólíkir þegar kemur að umfangi og undirbúningi. Sem dæmi má nefna að franska liðinu fylgja um eitt hundrað fjölmiðlamenn (blaðamenn, ljósmyndarar, útvarps- og sjónvarpsfólk) á meðan enginn fjölmiðlamaður fylgir liði Andorra. Sendisveit og starfslið franska liðsins er jafnframt umtalsvert fjölmennara en liðs Andorra. Þó margt sé ólíkt með leikjunum tveimur, þá eru samt flest grunnatriði eins í framkvæmd og umgjörð leiksins. Til dæmis eiga þau skilaboð við í báðum leikjum að hvetja fólk til að mæta tímanlega á leikinn til að forðast biðraðir og missa ekki af þjóðsöngvum liðanna. Einnig er vert að nefna að bílastæðin framan við Luagardalsvöll eru lokuð almennri umferð, eins og verið hefur um nokkuð skeið.
Ef fyrri viðureignir liðanna eru skoðaðar má aftur sjá mikinn mun á viðureignum Íslands við Frakkland annars vegar og Andorra hins vegar. Ísland hefur náða að vinna sigur á Frökkum í A landsliðum karla í fjórtán viðureignum. Fjórum sinnum hafa liðin gert jafntefli. Ísland hefur sex sinnum mætt Andorra og unnið sigur í öll skiptin.
Fyrri viðureignir Íslands og Frakklands
Fyrri viðureignir Íslands og Andorra
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net