• fös. 31. maí 2019
  • Landslið
  • A karla

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Albaníu og Tyrklandi

Erik Hamren hefur tilkynnt hópinn sem mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020, en leikirnir fara báðir fram á Laugardalsvelli.

Ísland mætir Albaníu 8, júní og hefst leikurinn kl. 13:00. Þetta er í sjötta sinn sem liðin mætast, en síðast mættust þau 10. september 2013 í undan keppni HM 2014. Þá vann Ísland 2-1 sigur á Laugardalsvelli og voru það Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson sem skoruðu mörk Íslands.

Strákarnir mæta svo Tyrklandi 11. júní og hefst sá leikur kl. 18:45. Leikurinn verður sá tólfti á milli þessara liða, en þau mættust síðast 6. október í undankeppni HM 2018 og fór sá leikur fram í Tyrkland. Ísland vann þar frábæran 3-0 sigur og voru það Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörkin.

Hópurinn

Ögmundur Kristinsson | AEL

Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon

Hannes Þór Halldórsson | Valur

Birkir Már Sævarsson | Valur

Hjörtur Hermannsson | Bröndby

Sverrir Ingi Ingason | PAOK

Kári Árnason | Gençlerbirliği

Ragnar Sigurðsson | Rostov

Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar

Hörður Björgvin Magnússon | CSKA

Ari Freyr Skúlason | Lokeren

Rúrik Gíslason | Sandhausen

Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley

Rúnar Már Sigurjónsson | Grasshoppers

Birkir Bjarnason | Aston Villa

Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt

Aron Einar Gunnarsson | Cardiff

Emil Hallfreðsson | Udinese

Arnór Ingvi Traustason | Malmö

Kolbeinn Sigþórsson | AIK

Gylfi Sigurðsson | Everton

Jón Daði Böðvarsson | Reading

Viðar Örn Kjartansson | Hammarby

Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar

Arnór Sigurðsson | CSKA