• mán. 27. maí 2019
  • Mannvirki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2019

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 15. maí síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta er í tólfta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en 32 umsóknir bárust.

Á fundum mannvirkjanefndar þann 11. apríl og 10. maí fóru nefndin og framkvæmdastjóri KSÍ yfir allar innsendar umsóknir og var unnið heildstætt mat á öllum umsóknum. Nefndin mat allar umsóknir með gildandi skorkorti út frá innsendum upplýsingum og útbjó þannig lista með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu nefndarinnar og framkvæmdastjóra til stjórnar KSÍ.

Á fundi stjórnar KSÍ 20. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ. Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir árið 2019. Hægt er að lesa frekar um þær breytingar hér að neðan, t.a.m um skorkortið:

Breytingar á reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ

 
 Umsækjandi  Verkefni  Afgreiðsla stjórnar
 Breiðablik  Endurnýjun gervigras í Fagralundi     4.500.000
 Breiðablik  Flóðlýsing á Kópavogsvöll        4.500.000
 Breiðablik  Gervigras á Kópavogsvöll, hitalagnir og vökvunarkerfi     3.500.000
 Einherji   Vallarhús, nýbygging       10.000.000
 FH   Nýbygging, knatthúsið Skessan     3.250.000
 FH  Gervigras í knatthúsið Skessuna     7.000.000
 Grindavík  Uppbygging aðstöðu við stúku og knatthúsið        7.000.000
 Höttur  Endurnýjun varamannaskýla á Vilhjálmsvelli/Fellavelli     700.000
 Huginn  Endurnýjun grasvallar     3.000.000
 ÍBV  Nýir búningsklefar á Hásteinsvelli     3.250.000
 Magni  Vallarhús og stúka     2.000.000
 Valur  Varamannaskýli á Friðriksvöll     300.000
 Þróttur Vogum  Varamannaskýli og aðstaða við Vogabæjarvöll     1.000.000