• mán. 27. maí 2019

Kynning á fótbolta fyrir stúlkur með sérþarfir

Um helgina fór fram kynning á fótbolta fyrir stúlkur með sérþarfir. Veðrið lék við stelpurnar. Kynningin fór fram í Safamýri í Reykjavík var ágætlega sótt. Þrjár landsliðsstúlkur komu á svæðið og aðstoðuðu stelpurnar við ýmsar æfingar.

Að því loknu var kveikt upp í grilli og boðið upp á grillaðar pylsur.

Önnur kynning verður miðvikudaginn 29. maí. Sú kynning verður einnig í Safamýri og stendur á milli kl. 17:00 og 18:00.

KSÍ vill hvetja allar stelpur með þroskahömlun, líkamlega hömlun eða andleg veikindi að mæta og taka vinkonu, systur eða mömmu með sér. Því fleiri, því betra.

Stefnt er að því að hefja æfingar svo fimmtudaginn 13. júní. Þjálfari stúlknanna verður Thelma Karítas Halldórsdóttir.