Breytingar á reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ
Á fundi stjórnar KSÍ 20. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ. Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir árið 2019. Nokkrar breytingar hafa verið samþykktar á reglugerðinni sem varða úthlutun styrkja úr mannvirkjasjóði KSÍ og eru aðildarfélög hvött til kynna sér þær breytingar gaumgæfilega. Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi dreifibréfi nr. 3/2019.
Lokadagur innsendra umsókna árið 2019 er 20. mars næstkomandi.
Reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð
Helstu breytingar á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ eru eftirfarandi:
- Framlag í sjóðinn fyrir árið 2019 er 50 mkr. (háð gengi evru á hverjum tíma).
- Opnað er fyrir styrkveitingar vegna viðhaldsverkefna, s.s. endurnýjun gervigrass
- Viðmiðunarskilyrði fyrir hámarksstyrk úr sjóðnum fest í reglugerðinni
- Nú er heimilt að sækja tvívegis um styrk fyrir hvert einstakt verkefni ef fyrri styrkveiting úr mannvirkjasjóði nægir ekki til að loka kostnaðarþætti verksins, og styrktarfjárhæð er innan hámarksfjárhæða, skv. reglugerðinni.
- Stuðst verður við sérstakt skorkort, unnið af mannvirkjanefnd KSÍ, við mat á umsóknum þar sem grunnþáttum í forsendum úthlutunar verður gefið vægi.
- Umsækjandi skal leita eftir áliti mannvirkjanefndar KSÍ, s.s. vegna endurnýjunar á leikvelli (gras yfir í gervigras eða endurnýjun gervigrass) áður en framkvæmdir hefjast. Í þeim tilvikum sem framkvæmd er unnin án þess að vera til þess fallin að uppfylla ákvæði reglna/leyfiskerfa KSÍ, þá fellur styrktarheimild niður.
- Fjárhæð styrkveitingar skal miðast við fjárhæð án virðisaukaskatts ef endurgreiðsla á virðisaukaskatti er í boði fyrir umrædda framkvæmd.
- KSÍ birtir árlega lista yfir styrki sem veittir hafa verið úr mannvirkjasjóði KSÍ.