Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og knattspyrnumót
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi stjórnar KSÍ, 31. janúar sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga, annars vegar, og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, hins vegar.
Breytingartillaga á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mannvirkjanefnd KSÍ. Breyting þessi var upphaflega lögð til á fundi stjórnar KSÍ, 13. desember 2018, en þá var samþykkt að senda tillöguna til umsagnar hjá ÍTF. Engar athugasemdir bárust frá ÍTF vegna tillögunnar og var hún því samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 31. janúar sl. Um er að ræða breytingar á greinum 9, 14 og 41.
Breytingartillaga á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mótanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á greinum 26 og 34.
Breytingar á reglugerð um knattspyrnuleikvanga og knattspyrnumót