2209. fundur stjórnar KSÍ - 9. ágúst 2018
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir og Valgeir Sigurðsson.
Mættir varamenn: Kristinn Jakobsson.
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fjarverandi: Vignir Már Þormóðsson, Ingvar Guðjónsson (varamaður í stjórn) og Jóhann Torfason (varamaður í stjórn).
Þetta var gert:
- Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Mótamál
- Rætt um mótamál sambandsins sem ganga samkvæmt áætlun. Framundan er bikarúrslitaleikur kvenna sem fram fer 17. ágúst næstkomandi, milli Breiðabliks og Stjörnunnar.
- Rætt um mótamál sambandsins sem ganga samkvæmt áætlun. Framundan er bikarúrslitaleikur kvenna sem fram fer 17. ágúst næstkomandi, milli Breiðabliks og Stjörnunnar.
- Dómaramál
- Mönnun leikja gengur vel og þá hafa íslenskir dómarar verið að fá krefjandi verkefni erlendis. Rætt um „marklínutækni“ fjölmiðla sem hefur takmarkað gildi að mati dómaranefndar KSÍ.
- Mönnun leikja gengur vel og þá hafa íslenskir dómarar verið að fá krefjandi verkefni erlendis. Rætt um „marklínutækni“ fjölmiðla sem hefur takmarkað gildi að mati dómaranefndar KSÍ.
- Heimsóknir til aðildarfélaga
- Fulltrúar stjórnar funduðu með Álftanesi í gær og þá hafa fulltrúar stjórnar heimsótt flest aðildarfélög á Vesturlandi. Ferðakostnaður hvílir þungt á aðildarfélögum og þá hefur komið fram ákall um meiri sveigjanleika í mótafyrirkomulagi, til dæmis 9:9 og vallarstærð.
- Staðfest er að Skallagrímur og Kári verða heimsótt í næstu viku og fleiri heimsóknir verða staðfestar á næstu dögum.
- Landsliðsmál
- Rætt um úrslit landsleikja frá síðasta stjórnarfundi.
- Norðurlandamót U16 karla er nú í gangi og hefur Ísland leikið tvo leiki til þessa:
- Ísland – Færeyjar 2-1
- Ísland – Kína 3-0
- Með sigri í síðasta leik í riðlinum gegn Noregi tryggir Ísland sér sæti í úrslitaleik mótsins.
- Í dag og á morgun koma til landsins U15 ára lið frá Peking og Hong Kong og munu þau leika gegn Íslandi, en leikirnir fara fram á Suðurnesjum. Einnig mætast Peking og Hong Kong í innbyrðis leik.
- U18 ára landslið karla fór til Lettlands og mætti heimamönnum þar í tveimur æfingaleikjum. Fyrri leikurinn fór fram 19. júlí og vann Ísland þar 2-0 sigur. Síðari leikurinn fór fram 21. júlí og endaði hann með 1-1 jafntefli.
- Norðurlandamót U16 karla er nú í gangi og hefur Ísland leikið tvo leiki til þessa:
- Rætt um komandi landsleiki, en í september mun A kvenna, A karla og U21 karla leika heimaleiki.
- Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóri um miðasölumál á komandi leikjum, bæði bikarúrslitum og landsleikjum. Fyrr í dag var gengið frá samningi við Tix um miðasölukerfi fyrir Knattspyrnusambandið.
- Rætt var um aukastarfsmann í yngri landsliðum karla og kvenna í haustverkefnum. Stjórn hafði áður fjallað um málið í maí og frestað ákvörðun. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2018 og var stjórn sammála um að fara þyrfti í frekari greiningarvinnu á hlutverkum starfsmanna og fararstjóra í ferðum áður en lengra er haldið.
- Erik Hamrén hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A karla og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari. Þá hefur Lars Eriksson verið ráðinn markmannsþjálfari og Sebastion Boxleitner endurráðinn sem fitness þjálfari.
- Rætt um úrslit landsleikja frá síðasta stjórnarfundi.
- Málefni Laugardalsvallar
- Guðni Bergsson formaður fór yfir stöðu mála varðandi Laugardalsvöll. Vonir standa til þess að skipað verði í undirbúningsfélag í næstu viku.
- Guðni Bergsson formaður fór yfir stöðu mála varðandi Laugardalsvöll. Vonir standa til þess að skipað verði í undirbúningsfélag í næstu viku.
- Önnur mál
- Lagt var fram afrit af bréfi sem ÍTF sendi KSÍ vegna félagaskiptagluggans 2019. Stjórn var sammála um að færa málið í ferli og fyrsta skrefið væri að senda tilllögu ÍTF til aðildarfélaga með uppýsingum um að þetta mál sé til skoðunar og leita eftir viðhorfum þeirra.
- Gísli Gíslason formaður starfshóps um HM framlag til aðildarfélaga kynnti niðurstöðu hópsins. Niðurstaðan byggir á sambærilegri aðferðafræði og beitt var í úthlutun á EM greiðslu til aðildarfélaga 2016, en í þetta sinn er byggt á stöðu félaga sl. tvö keppnistímabil. Stjórn KSÍ samþykkti niðurstöðu starfshóps um HM framlag til aðildarfélaga (yfirlit yfir greiðslur eru í viðauka við fundargerð þessa).
- Kristinn Jakobsson skýrði frá verkefni í Belgíu sem tengist virðingu fyrir leiknum.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 18:20.
Viðauki 1 - Greiðslur til félaga vegna HM 2018
Félag | Upphæð |
Breiðablik | 7.586.191 |
FH | 7.586.191 |
ÍBV | 7.586.191 |
KR | 7.586.191 |
Stjarnan | 7.586.191 |
Valur | 7.586.191 |
Grindavík | 7.586.191 |
Fylkir | 6.729.095 |
Selfoss | 6.319.874 |
ÍA | 6.319.874 |
Haukar | 6.319.874 |
Keflavík | 6.319.874 |
KIA | 6.319.874 |
Fjölnir | 6.319.874 |
Víkingur R | 6.115.264 |
Þróttur R | 5.910.653 |
ÍR | 5.910.653 |
Þór Ak | 5.501.432 |
Víkingur Ó | 5.501.432 |
HK | 5.296.821 |
Fram | 4.887.600 |
Leiknir R | 4.273.769 |
Grótta | 3.682.990 |
Magni | 3.864.548 |
Njarðvík | 3.864.548 |
Sindri | 3.682.990 |
Tindastóll | 3.682.990 |
Völsungur | 3.273.769 |
Leiknir F | 3.134.634 |
Afturelding | 3.069.158 |
Höttur | 2.725.412 |
Fjarðarbyggð | 2.725.412 |
Huginn | 2.455.327 |
Vestri | 2.455.327 |
Einherji | 2.455.327 |
Víðir | 2.455.327 |
Þróttur V | 2.046.105 |
KF | 1.636.884 |
Dalvík/Reynir | 1.636.884 |
Álftanes | 1.636.884 |
Ægir | 1.636.884 |
Reynir S | 1.227.663 |
KFR | 818.442 |
Snæfell/UDN | 818.442 |
Skallagrímur | 818.442 |
Kormákur/Hvöt | 818.442 |
Hamar | 818.442 |
Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög fá samtals 1,7 milljónir, eða 56.000.- hvert félag