• þri. 14. ágú. 2018
  • Fundargerðir
  • stjórn

2209. fundur stjórnar KSÍ - 9. ágúst 2018

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir og Valgeir Sigurðsson.  
Mættir varamenn:  Kristinn Jakobsson.

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.   

Fjarverandi:  Vignir Már Þormóðsson, Ingvar Guðjónsson (varamaður í stjórn) og Jóhann Torfason (varamaður í stjórn).

Þetta var gert:   

  1. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.

  2. Mótamál
    • Rætt um mótamál sambandsins sem ganga samkvæmt áætlun.  Framundan er bikarúrslitaleikur kvenna sem fram fer 17. ágúst næstkomandi, milli Breiðabliks og Stjörnunnar.

  3. Dómaramál
    • Mönnun leikja gengur vel og þá hafa íslenskir dómarar verið að fá krefjandi verkefni erlendis.  Rætt um „marklínutækni“ fjölmiðla sem hefur takmarkað gildi að mati dómaranefndar KSÍ.
       
  4. Heimsóknir til aðildarfélaga
    • Fulltrúar stjórnar funduðu með Álftanesi í gær og þá hafa fulltrúar stjórnar heimsótt flest aðildarfélög á Vesturlandi.  Ferðakostnaður hvílir þungt á aðildarfélögum og þá hefur komið fram ákall um meiri sveigjanleika í mótafyrirkomulagi, til dæmis 9:9 og vallarstærð.
    • Staðfest er að Skallagrímur og Kári verða heimsótt í næstu viku og fleiri heimsóknir verða staðfestar á næstu dögum.

  5. Landsliðsmál
    • Rætt um úrslit landsleikja frá síðasta stjórnarfundi.
      • Norðurlandamót U16 karla er nú í gangi og hefur Ísland leikið tvo leiki til þessa:
        • Ísland – Færeyjar 2-1
        • Ísland – Kína 3-0
      • Með sigri í síðasta leik í riðlinum gegn Noregi tryggir Ísland sér sæti í úrslitaleik mótsins.
      • Í dag og á morgun koma til landsins U15 ára lið frá Peking og Hong Kong og munu þau leika gegn Íslandi, en leikirnir fara fram á Suðurnesjum. Einnig mætast Peking og Hong Kong í innbyrðis leik.
      • U18 ára landslið karla fór til Lettlands og mætti heimamönnum þar í tveimur æfingaleikjum.  Fyrri leikurinn fór fram 19. júlí og vann Ísland þar 2-0 sigur. Síðari leikurinn fór fram 21. júlí og endaði hann með 1-1 jafntefli.
    • Rætt um komandi landsleiki, en í september mun A kvenna, A karla og U21 karla leika heimaleiki.
    • Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóri um miðasölumál á komandi leikjum, bæði bikarúrslitum og landsleikjum.  Fyrr í dag var gengið frá samningi við Tix um miðasölukerfi fyrir Knattspyrnusambandið.
    • Rætt var um aukastarfsmann í yngri landsliðum karla og kvenna í haustverkefnum.  Stjórn hafði áður fjallað um málið í maí og frestað ákvörðun.  Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2018 og var stjórn sammála um að fara þyrfti í frekari greiningarvinnu á hlutverkum starfsmanna og fararstjóra í ferðum áður en lengra er haldið.
    • Erik Hamrén hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A karla og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari.  Þá hefur Lars Eriksson verið ráðinn markmannsþjálfari og Sebastion Boxleitner endurráðinn sem fitness þjálfari.

  6. Málefni Laugardalsvallar
    • Guðni Bergsson formaður fór yfir stöðu mála varðandi Laugardalsvöll.  Vonir standa til þess að skipað verði í undirbúningsfélag í næstu viku.
       
  7. Önnur mál
    • Lagt var fram afrit af bréfi sem ÍTF sendi KSÍ vegna félagaskiptagluggans 2019.  Stjórn var sammála um að færa málið í ferli og fyrsta skrefið væri að senda tilllögu ÍTF til aðildarfélaga með uppýsingum um að þetta mál sé til skoðunar og leita eftir viðhorfum þeirra.
    • Gísli Gíslason formaður starfshóps um HM framlag til aðildarfélaga kynnti niðurstöðu hópsins.  Niðurstaðan byggir á sambærilegri aðferðafræði og beitt var í úthlutun á EM greiðslu til aðildarfélaga 2016, en í þetta sinn er byggt á stöðu félaga sl. tvö keppnistímabil.   Stjórn KSÍ samþykkti niðurstöðu starfshóps um HM framlag til aðildarfélaga (yfirlit yfir greiðslur eru í viðauka við fundargerð þessa).
    • Kristinn Jakobsson skýrði frá verkefni í Belgíu sem tengist virðingu fyrir leiknum.   

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 18:20. 

Viðauki 1 - Greiðslur til félaga vegna HM 2018

Félag Upphæð
Breiðablik 7.586.191
FH 7.586.191
ÍBV 7.586.191
KR 7.586.191
Stjarnan 7.586.191
Valur 7.586.191
Grindavík 7.586.191
Fylkir 6.729.095
Selfoss 6.319.874
ÍA 6.319.874
Haukar 6.319.874
Keflavík 6.319.874
KIA 6.319.874
Fjölnir 6.319.874
Víkingur R 6.115.264
Þróttur R 5.910.653
ÍR 5.910.653
Þór Ak 5.501.432
Víkingur Ó 5.501.432
HK 5.296.821
Fram 4.887.600
Leiknir R 4.273.769
Grótta 3.682.990
Magni 3.864.548
Njarðvík 3.864.548
Sindri 3.682.990
Tindastóll 3.682.990
Völsungur 3.273.769
Leiknir F 3.134.634
Afturelding 3.069.158
Höttur 2.725.412
Fjarðarbyggð 2.725.412
Huginn 2.455.327
Vestri 2.455.327
Einherji 2.455.327
Víðir 2.455.327
Þróttur V 2.046.105
KF 1.636.884
Dalvík/Reynir 1.636.884
Álftanes 1.636.884
Ægir 1.636.884
Reynir S 1.227.663
KFR 818.442
Snæfell/UDN 818.442
Skallagrímur 818.442
Kormákur/Hvöt 818.442
Hamar 818.442

Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög fá samtals 1,7 milljónir, eða 56.000.- hvert félag