FIFA hefur valið dómara fyrir HM 2018 í Rússlandi
Dómaranefnd FIFA hefur valið 36 dómara og 63 aðstoðardómara fyrir HM 2018 í Rússlandi, en þeir koma frá 46 mismunandi þjóðum.
Undirbúningur fyrir mótið hófst í september árið 2014 fyrir þau 53 FIFA dómaratríó sem voru á upphaflega listanum.
Lokahópurinn var síðan valinn út frá hæfileikum og persónuleika hvers og eins dómara, ásamt skilningi þeirra á knattspyrnu og hæfileika þeirra til að lesa bæði leikinn og mismunandi leikskipulög liða.
Á mótinu munu dómararnir starfa sem dómarar, aðstoðardómarar, fjórðu dómarar, vara-aðstoðardómarar og myndbandsdómarar (VAR).