• mið. 21. feb. 2018
  • Fréttir

KSÍ hvetur miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum næstu daga

Russia 2018 Tickets
2905907_full-lnd

Fjöldi spurninga hafa borist KSÍ varðandi greiðslur á miðum á HM í Rússlandi. FIFA er byrjað að úthluta miðum sumir miðaumsækjendur eru að lenda í því að FIFA tekst ekki að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í miðaumsókninni. 

Við höfum nú fengið þær upplýsingar frá FIFA að þeir miðaumsækjendur sem hafa lent í þessu munu fljótlega fá tölvupóst með frekari leiðbeiningum varðandi greiðslu. 

KSÍ hvetur því fólk að fylgjast vel með, einnig með ruslpóstinum, og jafnframt má búast við því að FIFA haldi áfram að reyna að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í umsókninni.