• þri. 20. feb. 2018
  • Fréttir

Kristinn V. Jóhannsson valinn vallarstjóri ársins 2017

Kiddi

Aðalfundur samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi var haldinn á dögunum. Þar var Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, valinn vallarstjóri ársins 2017 í flokki knattspyrnuvalla.

Þetta er í fjórða skiptið sem Kristinn hlýtur þessi verðlaun, en hann fékk þau einnig árin 2012, 2013 og 2014.

Í flokki golfvalla hlaut Bjarni Þór Hannesson verðlaunin, en þess má geta að hann er í Mannvirkjanefnd KSÍ.