Læknamálþing UEFA var haldið í Aþenu 30. janúar - 1. febrúar síðastliðinn
Reynir Björnsson og Haukur Björnsson sóttu hið sjöunda málþing lækna á vegum UEFA fyrir hönd KSÍ á dögunum, en það fór fram í Aþenu dagana 30. janúar – 1. febrúar síðastliðinn.
Læknar frá öllum 55 meðlimaþjóðum innan UEFA, ásamt fjölda félagsliða innan Evrópu, var boðið. Um 250 þáttakendur voru á þinginu allt í allt.
Á dagskrá þingsins var allt sem viðkemur læknateymum í nútíma knattspynu. Farið var yfir þætti eins og næringu, vellíðan leikmanna, bráðatilvik, heilahristing, endurhæfingu eftir meiðsl og lyfjaeftirlit.
Auk þess voru kynntar rannsóknir á vegum “UEFA Elite Club Injury Study (ECIS)” og lauk ráðstefnunni svo á hringborðsumræðum um mikilvægi lækninga í knattspyrnu. Þar tók m.a. Louis Van Gaal, fyrrverandi þjálfari hollenska landsliðsins, þátt.