• fös. 09. feb. 2018
  • Fréttir

Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi vel sótt

IMG_6526

KSÍ stóð í dag fyrir málþingi í tengslum við Ársþing KSÍ 2018 undir yfirskriftinni:Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. 

Þingið var mjög vel sótt og var salurinn fullur. Þá var bein útsending frá því á miðlum KSÍ. 

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, og Gunnar Már Guðmundsson, yfirþjálfari Fjölnis, héldu fyrirlestra og pallborðsumræður voru að þeim loknum. 

Freyr og Heimir fjölluðu um hvar við stöndum í samanburði við þær og þá bestu, Ólafur um samanburð á þjálfun bestu leikmanna á Íslandi og í Danmörku og Gunnar Már um það hvernig félögin og KSÍ geta unnið í sameiningu að bætingu leikmanna. 

Hér að neðan má sjá myndir af þinginu