• fim. 08. feb. 2018
  • Fréttir

KSÍ og Vodafone skrifa undir samstarfssamning

h

KSÍ og Vodafone hafa skrifað undir samstarfssamning og bætist Vodafone því í hóp bakhjarla sambandsins. 

Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð. Þetta á meðal annars við á ferðum landsliðsins erlendis þar sem Vodafone á Íslandi byggir þjónustu og vöruúrval í nánu samstarfi við Vodafone Group, eitt stærsta og öflugasta fjarskiptafélag í heimi. 

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, lýsti yfir ánægju sinni með samninginn. "Við erum afar ánægð að með að fá jafn öflugt fyrirtæki og Vodafone til liðs við okkur og höfum miklar og góðar væntingar til samstarfsins, sem nær til alls starfs KSÍ, frá A landsliðum til grasrótarinnar." 

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið stolt að vera samstarfsaðili KSÍ: „Vodafone er stolt af því að vera bakhjarl öflugs starfs KSÍ hvort sem kemur að grasrótarstarfi sem og öflugum landsliðum karla og kvenna. Nýjar höfuðstöðvar okkar eru með gott útsýni yfir Laugardalsvöllinn og við finnum greinilega fyrir miklum áhuga sem velgengni landsliða okkar hefur kveikt bæði meðal viðskiptavina og erlendra samstarfsaðila."