Miðasöluglugganum fyrir HM 2018 í Rússlandi hefur verið lokað
Miðasöluglugganum sem opnaði 5. desember síðastliðinn hefur nú verið lokað og var fjöldi miðasöluumsókna um allan heim rétt tæpar 5 milljónir.
Flestar umsóknir um miða komu frá Rússlandi, eða rétt rúmlega 2,5 milljónir. Aðrar þjóðir á topp tíu listanum voru Þýskaland, Argentína, Mexíkó, Brasilía, Pólland, Spánn, Perú, Kolombía, Bandaríkin og Holland.
Allir sem sóttu um miða í þessum glugga munu fá að vita niðurstöðurnar í síðasta lagi um miðjan marsmánuð.
Næsti gluggi til kaupa á miðum opnar 13. mars næstkomandi og verður þá um að ræða "fyrstur kemur, fyrstur fær", en þar verða til sölu þeir miðar sem eftir eru.