Miðasöluglugginn á HM í Rússlandi lokar 31. janúar
Miðasöluglugginn sem opnaði 5. desember síðastliðinn lokar klukkan 09:00 að íslenskum tíma á miðvikudaginn næstkomandi, 31. janúar.
Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni.
Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir. 8% af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands.
Vegna fjölda fyrirspurna um það hvort hægt sé að senda inn fleiri en eina miðaumsókn á tiltekna leiki á HM 2018 vill KSÍ koma þessum upplýsingum úr miðaskilmálum á framfæri:
KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Hér að neðan má sjá samantekt um það hvað er bannað í þessum málum.
Hér er hægt að nálgast miðasöluvef FIFA: