• mið. 27. des. 2017
  • Fréttir

Aron Einar, Gylfi Þór, Sara Björk og Jóhann Berg koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017

Samsett

Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Sara Björk Gunnarsdóttir koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017, en tilkynnt verður um sigurvegarann á morgun, fimmtudagskvöldið 28. desember. 

Gylfi Þór var valinn íþróttamaður ársins í fyrra, en Aron Einar og Sara Björk voru þá einnig á topp tíu listanum. 

Heimir Hallgrímsson er einnig tilnefndur sem þjálfari ársins og íslenska karlalandsliðið er tilnefnt sem lið ársins. Í þeim flokki er einnig að finna Þór/KA. 

Athöfnin fer fram á morgun, fimmtudag, og hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á RÚV.