Útgáfufagnaður í tilefni af útgáfu bókarinnar Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914
Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Að því tilefni var efnt til útgáfufagnaðar í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 21. desember.
Bókin er glæsileg og hefur að geyma sögu knattspyrnu kvenna frá upphafi í máli og myndum, en hún verður til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans frá og með föstudeginum 22. desember.
Á sama tíma voru þær Elísabet Tómasdóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir sæmdar Gullmerki KSÍ fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu.
Um Gullmerki KSÍ: ,,Heiðursmerki þetta veitist aðeins þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðarmikil störf."
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hófinu
Guðni Bergsson formaður KSÍ, Ingibjörg Hinriksdóttir með Gullmerki KSÍ og Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ. Vanda Sigurgeirsdóttir og Elísabet Tómasdóttir voru fjarverandi.