Út er komin bókin Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914
Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Bókin er glæsileg og hefur að geyma sögu knattspyrnu kvenna frá upphafi í máli og myndum.
Í bókinni er sagan öll, frá A-Ö, þjálfarar og leikmenn segja frá og rifja upp ógleymanleg atvik ásamt ýmsum upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður.
Bókin verður til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans frá og með föstudeginum 22. desember.
Sigmundur Ó. Steinarsson hefur áður ritað fjölmargar bækur um knattspyrnu og má þar nefna 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og Sögu landsliðs karla sem kom út árið 2014.
Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Knattspyrnusambands Íslands og af því tilefni fékk stjórn KSÍ Sigmund til að rita Stelpurnar okkar. Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914.