Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst
Miðasala á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.
Eins og undanfarin ár verður boðið upp á barnaverð fyrir 16 ára og yngri sem er 50% af fullu miðaverði. Hægt er að velja barnaverð í kaupferlinu.
Mest er hægt að kaupa 4 miða á hverja kennitölu. Samkvæmt miðaskilmálum KSÍ og Miða.is er með öllu óheimilt að nota aðgöngumiða frá KSÍ í markaðslegum tilgangi, eins og t.d. að gefa í leikjum á samfélagsmiðlum eða á öðrum miðlum. Verði einhver uppvís af slíku áskilur KSÍ sér rétt til að ógilda miðann.
Vinsamlega gætið þess að vafrinn sem notaður er sé uppfærður og styðji flash (t.d. Google Chrome).
Verð:
Rautt svæði - 7.000 krónur
Blátt svæði - 5.000 krónur
Grænt svæði - 3.000 krónur