• sun. 05. jún. 2016
  • Fréttir

Óskar Örn Guðbrandsson ráðinn á skrifstofu KSÍ

Óskar Örn Guðbrandsson
oskar-orn-gudbrandsson

KSÍ hefur ráðið Óskar Örn Guðbrandsson til starfa á skrifstofu sambandsins.  Óskar Örn, sem kemur úr íþróttabænum Akranesi og hefur víðtæka reynslu af því að starfa í íþróttahreyfingunni, mun sinna fjölmiðla- og markaðsmálum fyrir KSÍ og hefur hann formlega störf í september. 

Óskar hefur starfað hjá ÍSÍ síðan 2012.  Stærsta verkefni hans þar voru Smáþjóðaleikarnir, þar sem Óskar var verkefnastjóri, og hélt hann m.a. utan um þátt samstarfsaðila fyrir það verkefni.  Auk annarra verkefna hefur hann haft umsjón með tölvu og tæknimálum hjá ÍSÍ.  Áður en Óskar gekk til liðs við ÍSÍ var hann framkvæmdastjóri Sundsambandsins og Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna.

KSÍ býður Óskar velkominn til starfa.