• þri. 31. maí 2016
  • Fræðsla

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 6. – 10. júní

Fotbolti

Knattspyrnuskóli drengja  fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2002.

Meðal þess sem leikmenn þurfa að taka með sér er:

  • Sundföt og handklæði
  • Utanhússfótboltaföt + skór + legghlífar
  • Sængurföt (svefnpoki / sæng / koddi / lak)
  • Hlý föt + vindgalla
  • Snyrtidót
  • Inniskór
  • Vatnsbrúsi

Mæting er stundvíslega kl. 14:30 mánudaginn 6. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför (reikn. 0101-26-700400 kt. 700169-3679). 

Vinsamlegast gangið frá greiðslumáta við Pálma Jónsson S:510-2906 eða palmi@ksi.is

Kostnaður er kr. 20.000 fyrir hvern þátttakanda og eru ferðir til og frá Laugavatni innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Ætlast er til þess að leikmenn borði ekki sælgæti á meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur.