• fim. 09. júl. 2015
  • Fréttir

Íslenskir fulltrúar í nefndum UEFA 2015-2019

UEFA
2068034_w4

UEFA hefur staðfest nefndaskipan fyrir árin 2015-2019 og sem fyrr eru íslenskir fulltrúar á lykilsviðum.  KSÍ hefur kappkostað að vera virkt í innra starfi UEFA og er þessi þátttaka í alþjóðlegum verkefnum viðurkenning á því starfi.


Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er áfram í nefnd UEFA um mót landsliða, en hefur nú verið skipaður fyrsti varaformaður nefndarinnar, sem sér m.a. um skipulagningu á úrslitakeppni EM karlalandsliða.  Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, er áfram í nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu.  Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, er áfram í leyfisnefnd UEFA.  Þá hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, verið skipuð í nefnd UEFA um háttvísi og samfélagslega ábyrgð.  

Öll munu þau starfa í fyrrgreindum nefndum næstu fjögur árin.