• fim. 12. mar. 2015
  • Landslið

Algarve 2015 - Ísland í 10. sæti

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver
IMG_4968

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn heimsmeisturum Japans í lokaleik sínum á Algarve mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Japan eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland endaði því í 10. sæti á mótinu.


Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þó svo að japanska liðið væri meira með boltann.  Íslenska liðið varðist vel og sótti þegar færi gáfust en besta færi fyrri hálfleiksins kom undir lok hans þegar Japanir skutu í stöng.

Í síðari hálfieik þá sýnu heimsmeistararnir styrk sinn og skoruðu strax eftir 3 mínútna leik og svo aftur níu mínútum síðar.  Íslensku stelpurnar réttu svo úr kútnum þegar leið á hálfleikinn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn.  Japanir fögnuðu því sigri og níunda sæti á mótinu.

Það voru Bandaríkjamenn sem hömpuðu titlinum eftir 2 - 0 sigur á Frökkum í úrslitaleik.  Bandaríkjamenn unnu því alla leiki sína á mótinu nema gegn Íslandi þar sem leikurinn endaði 0 - 0.