• fim. 14. ágú. 2014
  • Landslið

Ólympíuleikar ungmenna settir í Nanjing 16. ágúst

Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína
Olympiuleikvangurinn-i-Nanjing-i-Kina

Þann 16. ágúst verða Ólympíuleikar ungmenna settir í borginni Nanjing í Kína.  Ísland sendir keppendur í knattspyrnu drengja (U15) og í sundi á leikana, ásamt fylgdarmönnum, og er fjöldi keppenda 20 talsins.  Um er að ræða aðra sumarólympíuleika ungmenna, en þeir fyrstu fóru fram í Singapore 2010.

Knattspyrnuliðið á fyrsta leik áður en leikarnir verða settir formlega, en þann 15. ágúst keppir liðið við Hondúras og er það fyrsti leikurinn í keppni drengja. Annar leikurinn verður svo við Perú mánudaginn 18. ágúst.

Fánaberi Íslands á setningarhátíð leikanna verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi. 

Upplýsingar um leikana má finna á vef ÍSÍ auk þess sem að fésbókarsíða ÍSÍ mun segja frá leikunum.   

Ýmsar upplýsingar (PDF)

Heimasíða leikanna

Heimasíða IOC er fjallar um leikanna

Fésbókarsíða ÍSÍ

Heimasíða ÍSÍ