• fim. 01. ágú. 2013
  • Landslið

Úrtökumót stúlkna KSÍ 2013 - 9. til 11. ágúst

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Úrtökumót KSÍ 2013 fyrir stúlkur fæddar árið 1998 fer fram á Laugarvatni í ár.  Félög leikmanna eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

  • KSÍ greiðir ferðakostnað fyrir alla leikmenn á úrtökumót KSÍ.
  • Mæting á skrifstofu KSÍ föstudaginn 9. ágúst klukkan 13.00.
  • Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur, ÍBV, Þórs, KA, Tindastóls, Vals Reyðarfirði og Sindra, hafi samband við undirritaðan á skrifstofu KSÍ eigi síðar en miðvikudaginn 7. ágúst vegna ferðatilhögunar. Þeir sem fljúga til Reykjavíkur panta sín flug fyrir þann tíma og veita undirrituðum upplýsingar um flugtíma og bókunarnúmer.
  • Æfingar (leikir) á úrtökumótinu eru lokaðar utanaðkomandi aðilum utan þess að þjálfurum og aðstandendum viðkomandi leikmanna er heimilt að vera viðstaddir æfingarnar. Þeir þjálfarar sem óska eftir því að vera viðstaddir æfingar og leiki er bent á að hafa samband við undirritaðan í tíma.
  • Félög leikmanna greiða kostnað við gistingu og fæði og skal hvert félag greiða kr. 14.000 fyrir hvern þátttakanda. Þessi greiðsla skal berast KSÍ eigi síðar en miðvikudaginn 7. ágúst á reikning KSÍ (kt. 700169-3679). Bankareikningur KSÍ: 0101-26-700400. Nauðsynlegt er að skýring berist með bankagreiðslu (kennitala greiðanda). Þessi greiðsla er staðfesting á þátttöku leikmanns. Öll förföll skal tilkynna til skrifstofu KSÍ.

Dagskrá og nafnalisti