• fim. 20. jún. 2013
  • Fréttir

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ er látinn

Ólafur Rafnsson
olafur-rafnsson

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri.

Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA - Alþjóða körfuknattleikssambandsins.  Knattspyrnuhreyfingin harmar fráfall góðs drengs og vottar fjölskyldu Ólafs alla sína samúð.

Fréttatilkynning ÍSÍ: http://www.isi.is/frettir/frett/2013/06/19/Olafur-E.-Rafnsson-latinn/

Vegna fráfalls Ólafs fer KSÍ þess á leit við aðildarfélög sín að þau hafi mínútu þögn fyrir næstu leiki í meistaraflokki karla og kvenna, hvort sem næsti leikur er í bikarkeppni eða Íslandsmóti.  Jafnframt eru liðin hvött til að leika með sorgarbönd ef þau eiga þess kost.  A landslið kvenna mætir Dönum í Viborg í dag og mun leika með sorgarbönd.

Við kveðjum góðan félaga og öflugan málsvara íþrótta á Íslandi.