• mán. 22. apr. 2013
  • Dómaramál

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 22. apríl

Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með
Valgeir-Valgeirs--Fram--Keflavik

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 22. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis.

Lögð er áhersla á hagnýtar hliðar dómgæslunnar.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is