• mán. 22. apr. 2013
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerðum - Samþykktar af stjórn KSÍ 18. apríl

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Á fundi stjórnar KSÍ 18. apríl sl. voru gerðar eftirfarandi breytingar á reglugerðum KSÍ:

 

Breyting á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini

Breytingar ská- og feitletraðar:

 

1.1. Knattspyrnusamband Íslands gefur út eftirfarandi aðgönguskírteini, sem

heimila ókeypis aðgang að knattspyrnuleikjum sem hér segir:

Aðgönguskírteini A, sem gildir á alla leiki.

Aðgönguskírteini LD, sem gildir á leiki í Pepsi-deild karla.

Aðgönguskírteini 1D, sem gildir á leiki í 1. deild karla.

Aðgönguskírteini 2D, sem gildir á leiki í 2. deild karla.

Aðgönguskírteini 3D, sem gildir á leiki í 3. deild karla

Aðgönguskírteini 4D, sem gildir á leiki í 4. deild karla

Aðgönguskírteini KV, sem gildir á leiki í Pepsi-deild kvenna.

Aðgönguskírteini F, sem gildir á alla leiki aðra en landsleiki

 

2.1. Aðgönguskírteini A skal gefið út til stjórnar, fastanefnda, áfrýjunardómstóls KSÍ, starfsmanna, eftirlitsmanna og deildardómara KSÍ, forseta ÍSÍ, fyrrverandi formanna KSÍ og formanna knattspyrnudeilda sem taka þátt í landsdeildum

2.2. Aðgönguskírteini A skal gefið út til lands-, héraðs- og unglingadómara, sem luku a.m.k. 15 störfum árið áður eða 20 störfum á undangengnum tveimur árum. Unglingadómarar á fyrsta starfsári skulu þó fá aðgönguskírteini A að loknum 10 störfum.

2.3. Aðgönguskírteini sem gilda einungis á deildaleiki skal gefið út til leikmanna, starfsmanna og stjórnarmanna hvers félags, alls 30 skírteini á félag á leiki í viðkomandi deild. Einnig er heimilt að gefa út 10 skírteini til stuðningsaðila viðkomandi deildar.

2.4. Aðgönguskírteini F skal gefið út til fulltrúa fjölmiðla í samræmi við nánari reglur þar um.

Greinargerð:  Í reglugerðina bætist ákvæði um aðgönguskírteini í 4. deild og fest er í reglugerð útgáfa á aðgönguskírteinum til fjölmiðla sem gefin hafa verið út undanfarin ár.

 

Breyting á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Núgildandi:

21.4 Í keppni 7 manna liða í 5. aldursflokki eða yngri skal röð ákvarðast samkvæmt eftirfarandi:

a. Fjöldi stiga.

b. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.

c. Hlutkesti.

Verður:

21.4.1 Sigurvegari í stigakeppni í 5. aldursflokki eða yngri flokka er það lið sem hlýtur flest stig. Röð liða ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi:

a. Fjöldi stiga.

b. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.

c. Hlutkesti.

 

21.4.2 Sigurvegari í stigakeppni í úrslitakeppni 5.  aldursflokks eða yngri flokka er það lið sem hlýtur flest stig. Röð liða ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi:

a. Fjöldi stiga.

b. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.

c. Markamismunur í innbyrðis leikjum.

d. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum.

e. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).

f. Fjöldi skoraðra marka.

g. Hlutkesti.

Greinargerð:  Gerð er breyting á fyrirkomulagi á úrslitakeppni 5. flokks og yngri þannig að markamismunur gildir eftir fjölda stiga og fjölda stiga í innbyrðis leikjum.

 

Breyting á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga

 

Núgildandi:

10.2 Flokkar A, B og C - UEFA vallaflokkar: Varamannaskýli með þaki fyrir hvort lið skulu rúma a.m.k. 14 manns, með 50 cm bekkplássi á mann (varamenn og starfsmenn liðs).

10.3 Flokkar D og E: Gerð er krafa um varamannaskýli í leikjum meistaraflokks en ekki annars. Varamannaskýli fyrir hvort lið skulu rúma a.m.k. 10 manns, en þó skulu varamannaskýli í 2.deild karla rúma 14 manns

 

Verður:

10.2 Flokkar A, B, C - UEFA vallaflokkar: Varamannaskýli með þaki fyrir hvort lið skulu rúma a.m.k. 14 manns, með 50 cm bekkplássi á mann (varamenn og starfsmenn liðs).

10.3 Flokkar D og E: Gerð er krafa um varamannaskýli í leikjum meistaraflokks og skulu þau rúma a.m.k. 14 manns.  (Veitt er aðlögun til upphaf keppnistímabilsins 2014)

 

Greinargerð:  Breytingin er gerð í samræmi við breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þar sem nú er heimilað að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í leikjum meistaraflokks.  Vakin er athygli á því að félög sem leika á leikvöllum í flokkum D og E er veitt aðlögun til upphafs keppnistímabilsins 2014 en þurfa þá að uppfylla skilyrði um varamannaskýli sem rúma a.m.k. 14 manns.