• mán. 15. apr. 2013
  • Fræðsla

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 18. apríl

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl. Að þessu sinni mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, fjalla um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt. Fundurinn er ætlaður þjálfurum, foreldrum og skipuleggjendum íþróttastarfs.

Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

Þessi tíundi fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. 

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.  

Útsending á vefnum

Þau sem hafa ekki tök á því að koma í Laugardalinn á fimmtudaginn en hafa áhuga á að hlýða á erindið geta hlýtt á fundinn og fylgst með í gegnum vefsíðuna https://fundur.thekking.is/startcenter/.  Klukkan 12.00 á fimmtudaginn mun dagur@ksi.is senda viðkomandi númer fundarins með tölvupósti, númerið er slegið inn í gluggann þar sem segir Enter session number, því næst skráir viðkomandi nafn sitt fyrir neðan og velur svo Join now.

Skráning er nauðsynleg svo dagur@ksi.ishafi tölvupóstfang viðkomandi og geti sent fundarnúmerið. Vinsamlegast takið fram í skráningunni að óskað sé eftir því að fylgjast með í gegnum netið.