• fös. 07. des. 2012
  • Landslið

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti

Merki Styrkleikalista FIFA kvenna
Styrkleikalisti_FIFA_kvenna

Á nýjum styrkleikalista FIFA kvenna, sem út kom í morgun, er Ísland í 15. sæti og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var birtur síðast.  Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans en litlar breytingar eru á meðal efstu þjóða.

Af mótherjum Íslendinga í úrslitakeppni EM eru Þjóðverjar í 2. sæti listans, Noregur í 12. sæti og Holland í 14. sæti styrkleikalista FIFA.

Styrkleikalisti FIFA