• fim. 21. jún. 2012
  • Landslið

Ísland mætir Búlgaríu í dag kl. 15:00

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Íslenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Búlgaríu í dag í undankeppni EM og verður leikið í Lovech í Búlgaríu.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Íslenska liðið getur með sigri komist í efsta sæti riðilsins en situr nú í þriðja sæti á eftir Noregi og Belgíu sem höfðu sigur í leikjum sínum í gærkvöldi.  Noregur lagði Norður Írland, 2 - 0, þar sem mörkin komu á síðustu 15 mínútum leiksins.  Belgar lögðu Ungverja á útivelli, 1 - 3, eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi.

Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um kl. 13:30.

Riðillinn