• sun. 27. maí 2012
  • Landslið

Frakkland - Ísland í kvöld kl. 19:00

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Íslendingar mæta Frökkum í vináttulandsleik í kvöld, sunnudaginn 27. maí og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er 11 skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en leikið verður á Stade du Hainaut í Valenciennes í Frakklandi.

Frakkar hafa varið með sigur af hólmi sjö sinnum en þrisvar hefur leikjum þessara þjóða lyktað með jafntefli.

Frakkar undirbúa sig nú undir úrslitakeppni EM og eru með firnasterkt lið sem er til alls líklegt í Póllanid og Úkraínu í sumar en Frakkar eru í 16. sæti styrkleikalista FIFA.

Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingn kl 18:50.