• mán. 16. apr. 2012
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykkt á stjórnarfundi 12. apríl

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Á stjórnarfundi KSÍ, 12. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ og má finna þesar breytingar hér til hægri undir "Dreifibréf til félaga".  Gerðar voru breytingar á reglugerð um knattspyrnuleikvanga og einnig á reglugerð um knattspyrnumót sem gerir það að verkum að leyfilegt er að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í 2. deild karla.  Ennfremur þurfa því að vera varamannaskýli sem rúma 14 manns á leikjum í 2. deild karla.

Aðildarfélög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega og koma þeim til þeirra er málið varðar.