• fim. 09. feb. 2012
  • Ársþing

66. ársþing KSÍ - Þingið sett kl. 11:00

Frá setningu ársþings KSÍ 2008
Arsthing_2008

 

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 11. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.

Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 11. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Öllum þingfulltrúum er boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Hilton Nordica Hótel.

Á undan verður boðið upp á fordrykk frá kl. 18:30 á sama stað. (Þingfulltrúum er boðið til kvöldverðar en félög geta keypt miða fyrir fleiri gesti – Vinsamlegast hafið samband við Ragnheiði 510-2905, ragnheidur@ksi.is

Hægt er að nálgast allar fréttir er tengjast ársþinginu hér.

Dagskrá

LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012

Kl. 10:00 Afhending þinggagna.

Kl. 11:00 1. Þingsetning.

2. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

3. Kosning fyrsta og annars þingforseta.

4. Kosning fyrsta og annars þingritara.

5. Ávörp gesta.

6. Álit kjörbréfanefndar.

7. Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.

8. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ til samþykktar.

9. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

10. Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.

11. Tillögur um breytingar á lögum teknar til afgreiðslu.

12. Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.

13. Önnur mál.

14. Kosningar. Álit kjörnefndar.

a. Kosning stjórnar.

1. Kosning formanns (annað hvert ár). Kosið 2011.

2. Kosning 4ra manna í aðalstjórn.

3. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum í stjórn.

4. Kosning 3ja varamanna í aðalstjórn.

5. Kosning 4ra varamanna úr landsfjórðungum í stjórn.

b. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.

c. Kosning skoðunarmanna reikninga (tveir aðalmenn og tveir varamenn).

d. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ (3 aðalmenn og 5 varamenn).

e. Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn). Kosið 2011

f. Kosning í leyfisdóm KSÍ (5 menn). Kosið 2011

g. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn). Kosið 2011

h. Kosning kjörnefndar, 3ja mann, er starfi á milli þinga.

i. Kosning endurskoðanda

j. Kosning í siðanefnd KSÍ (2 menn, karl og kona)

15. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.

(Kl. 16:00) 16. Þingslit.

Stutt hlé verður gert á störfum þingsins kl. 12:30 en þá býður KSÍ þingfulltrúum að þiggja veitingar.