• fös. 27. jan. 2012
  • Landslið

A karla - Vináttulandsleikur við Svía 30. maí

Knattspyrnusamband Svíþjóðar
sverige_merki

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 30. maí næstkomandi.  Þetta verður 15. viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Svíar eru að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM sem hefst 8. júní og verður leikin í Póllandi og Úkraínu.  Svíar eru þar í riðli með Englandi, Úkraínu og Frökkum.  Frakkar verða einmitt mótherjar Íslendinga í vináttulandsleik þremur dögum áður, 27. maí.

Svíar hafa haft yfirhöndina í leikjum gegn Íslendingum en þjóðirnar léku síðast árið 2007 á Råsunda vellinum.  Þá höfðu heimamenn betur, 5 - 0, undir stjórn Lars Lagerbåck sem í dag stjórnar íslenska landsliðinu.

Svíar hafa farið með sigur af hólmi í tíu leikjum, tvisvar hefur orðið jafntefli en Íslendingar hafa sigrað tvisvar.