A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Norður Írlandi
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum og Norður Írlandi í undankeppni EM. Leikirnir fara báðir fram ytra. Leikið verður gegn Ungverjum í Pápa, laugardaginn 22. október og gegn Norður Írum í Belfast, miðvikudaginn 26. október.
Ísland hefur 7 stig eftir þrjá leiki og eru í efsta sæti riðilsins. Ungverjar hafa tapað báðum sínum leikjum í keppninni til þessa en Norður Írar hafa enn ekki leikið.
Sigurður Ragnar velur 18 leikmenn í hópinn en þar af er einn leikmaður sem ekki hefur leikið A landsleik áður, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni.