Haraldur og Björn Bergmann inn í hópinn
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur kallað á markvörðinn Harald Björnsson og sóknarmanninn Björn Bergmann Sigurðarson inn í landsliðhópinn fyrir leikinn gegn Kýpverjum á þriðjudag. Liðin mætast á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.
Þeir Haraldur og Björn koma í stað Stefáns Loga Magnússonar og Rúriks Gíslasonar sem eru í leikbanni, en þeir fengu sitt annað gula spjald í keppninni í leiknum gegn Norðmönnum á föstudag.
Þá verður Veigar Páll Gunnarsson ekki með gegn Kýpur.