U19 karla - Íslenskur sigur í Eistlandi
Íslensku strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Eistlandi í vináttulandsleik sem leikinn var ytra í dag. Lokatölur urðu 4 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir okkar stráka í leikhléi. Þjóðirnar mætast í öðrum vináttulandsleik á mánudaginn.
Árni Vilhjálmsson kom Íslendingum yfir með eina marki fyrri hálfleiks. Hjörtur Hermannsson bætti svo öðru marki við áður en heimamenn minnkuðu muninn. En Íslendingar voru sterkari aðilinn í leiknum og þeir Einar Ingvarsson og Orri Sigurður Ómarsson bættu við tveimur mörkum og tryggðu öruggan íslenskan sigur. Hart var barist í þessum leik og litu 10 gul spjöld dagsins ljós og eitt rautt spjald sem heimamenn fengu seint í leiknum.