• mið. 31. ágú. 2011
  • Landslið

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Kýpur

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september kl. 18:45  

Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðinn ókeypis aðgangur að leiknum.

Aðildarfélög KSÍ sem vilja koma með hópa yngri iðkenda sinna (3. flokkur og yngri) á leikinn er bent á að senda póst á Þóri Hákonarson, thorir@ksi.is.  Tilgreina þarf félag, fjölda iðkenda og tengilið/forráðamann.  Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum sem að sjálfsögðu fá líka frímiða.  Miðar verða afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli í þessari viku og mánudaginn 5. september.

Aðgöngumiðar fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega verða einnig afhentir á skrifstofu KSÍ í þessari viku og mánudaginn 5. september, gegn framvísun viðeigandi skírteina.

KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og styðja við bakið á strákunum okkar í þessum síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2012.

Miðasalaá leikinn er í gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.