Aðgöngumiðar á Ísland – Kýpur fyrir handhafa A-passa
Handhafar A-passa frá KSÍ 2011 fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kýpur afhenta mánudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.
Hægt er að panta miða í síma 510-2900 á sama tíma, þ.e. þeir sem ekki komast að sækja miða á tilgreindum degi/tíma. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.
Leikurinn gegn Kýpur í undankeppni EM fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 6. september og hefst kl. 18:45.
Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is