• mið. 18. maí 2011
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu - Leikurinn hefst kl. 19:30

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-womens-euro-alm2

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Búlgörum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala er í gangi á midi.is sem og selt verður frá kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Þeir leikmenn sem verða fyrir utan hóp að þessu sinni eru: Eyrún Guðmundsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir